Íslenski boltinn

Kristján: Heilt yfir áttum við að taka þrjú stig

Hjalti Þór Hreinsson á Njarðtaksvelli skrifar
Fréttablaðið/Daníel
"Það var gaman að skora, svona einu sinni," sagði Kristján Hauksson, markaskorari og fyrirliði Fram eftir 1-1 jafnteflið við Keflavík í kvöld. "Ég er ánægður með spilamennskuna mest allan leikinn. Við áttum fullt af tilraunum, mun fleiri en þeir. Við hefðum átt að vera búnir að skora áður en þeir jafna og við gátum líka skorað eftir það. "Ég er frekar svekktur miðað við hvernig þetta spilaðist. Ég er ánægður með hvernig liðið mætti stemmt í leikinn en við hefðum átt að koma í veg fyrir markið og vinna leikinn." "Heilt yfir áttum við að geta náð í þrjú stig," sagði Kristján.

Tengdar fréttir

Ómar: Tek markið á mig

"Ég er ekki sáttur af því við erum á heimavelli og þar eigum við að taka þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist er þetta kannski allt í lagi," sagði Ómar Jóhannsson, markmaður Keflavíkur, sem tekur markið sem Fram skoraði á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×