Innlent

22 frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjörinu.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjörinu. Mynd/Daníel Rúnarsson

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 28. til 30. janúar rann út í gær. Alls gefa 22 kost a sér, tíu konur og tólf karlar. Elsti frambjóðandinn er á 64 aldursári en sá yngsti á því nítjánda. Gunnar Svavarsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, gefur ekki kost á sér.

Niðurstöður prófkjörs taka mið af reglum um kynjahlutföll og er niðurstaða bindandi nái frambjóðandi 50% gildra atkvæða í viðkomandi sæti að teknu tilliti til kynjahlutfalls.

Samfylkingin fékk sjö bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006, Sjálfstæðisflokkur þrjá og VG einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×