Innlent

Fær 125 milljónir í styrk

Vilmundur Guðnason Er forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og er einn þeirra sem leiðir rannsóknastarfið.fréttablaðið/E.Ól
Vilmundur Guðnason Er forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og er einn þeirra sem leiðir rannsóknastarfið.fréttablaðið/E.Ól

Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum. Styrkirnir nema 125 milljónum króna.

Hjartavernd hefur á síðustu árum skipað sér sess meðal fremstu rannsóknarstofnana í heiminum á sviði notkunar á myndgreiningu í faraldsfræði. Rannsóknin á þætti beingerðar sem greind verður með tölvusneiðmyndum er samvinnuverkefni vísindamanna Hjartaverndar og Berkley-háskóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Rannsóknin á æðakerfinu er gerð í samvinnu við vísindamenn í Cambridge í Bandaríkjunum.

Veruleg fjölgun aldraðra á komandi áratugum veldur því að beingisnun og beinbrot meðal aldraðra er ein af mest ógnandi heilbrigðisvandamálum heimsins. Aukinn skilningur á þeim þáttum sem ákvarða áhættu hvers einstaklings á því að brotna á mjöðm eða hrygg og þróun aðferða til að fyrirbyggja slík áföll er því afar mikilvæg. Þessi rannsókn er líkleg til þess að geta varpað enn frekar ljósi á áhættuþætti beinbrota og veita hjálp við forvarnir hvers konar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×