Innlent

Segir Lipietz misskilja málið

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar.

Svo virðist sem ekki standi steinn yfir steini í málflutningi franska Evrópuþingmannsins Alains Lipietz, sem tjáði sig um Icesave-málið í Silfri Egils í gær. Þetta segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem segir þann franska fara með rangt mál varðandi þrjú grundvallar­atriði.

Fyrir það fyrsta hafi Lipietz ekki samið tilskipunina um evrópska innstæðutryggingakerfið, eins og haldið hefur verið fram í fjölda fjölmiðla, enda hafi hann ekki tekið sæti á Evrópuþinginu fyrr en fimm árum eftir að sú tilskipun tók gildi.

Þvert á móti virðist sem Lipietz sé að vísa til annarrar tilskipunar um heildarþjónustu fjármálafyrirtækja sem tók gildi árið 2002 og var innleidd hérlendis 2004. Sú tilskipun kveði á um hömlur á starfsemi fjármálafyrirtækja frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í löndum innan EES.

Sú tilskipun tengist Icesave-málinu ekki neitt og auk þess virðist sem Lipietz átti sig ekki á því að Ísland sé í EES, segir Björn Valur.

Þá hafi Lipietz ítrekað vísað til þess að Icesave hafi verið dótturfyrirtæki Landsbankans, sem sé alls ekki rétt. Það hafi verið útibú, sem sé einmitt ástæða þess að íslenski innstæðutryggingasjóðurinn beri á því ábyrgð.

„Í þessum þremur grundvallar­atriðum virðist hann fara með rangt mál," segir Björn Valur. „Því miður fyrir hann." - sh












Fleiri fréttir

Sjá meira


×