Íslenski boltinn

Haukar leggja sjósund undir stórleikinn gegn Val

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leik Hauka og Fylkis.
Úr leik Hauka og Fylkis. Fréttablaðið/Stefán
Hvort það verði leikmenn eða þjálfarar og stjórnarmenn Hauka sem þurfa að fara í sjósund ræðst á morgun. Liðið þarf að vinna til að sleppa við að synda.

Leikmenn og þjálfarar gerðu með sér samning fyrir leiknn gegn Fram. Ef Haukar fá sex stig út úr leikjunum við Fram, Fylki og Val skyldu þjálfarar og stjórnarmenn synda, að því er segir á heimasíðu Hauka.

Liðið hefur fengið tvö stig úr leikjunum og hafa því leikmennirnir tapað veðmálinu.

Þjálfararnir hafa þó breytt áskoruninn og sleppa leikmenn ef þeir vinna Valsmenn á morgun.

Það er því meira í húfi en bara þrjú stig í leik systrafélaganna á Vodafone-vellinum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×