Íslenski boltinn

KR vann fyrirhafnarlítinn sigur á HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni skoraði úr vítaspyrnu.
Bjarni skoraði úr vítaspyrnu. vísir/stefán

KR vann öruggan 5-1 sigur á 1. deildarliði HK í Lengjubikarnum í dag. Fimm af mörkum leiksins komu á fyrstu 26 mínútum hans.

Gunnar Kristjánsson og Portúgalinn Jordao Diogo komu KR í 2-0 en Hafsteinn Briem minnkaði muninn fyrir Kópavogsliðið.

Óskar Örn Hauksson setti eitt og Gunnar bætti síðan við öðru marki sínu. Í seinni hálfleiknum kom aðeins eitt mark, það gerði Bjarni Guðjónsson úr vítaspyrnu.

Klukkan 19 hefst leikur Fylkis og Stjörnunnar í Egilshöllinni og dagskránni lýkur síðan með leik Leiknis og Fjölnis klukkan 21.

Upplýsingar fengnar af fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×