Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 09:30 Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira