Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 09:30 Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira