Íslenski boltinn

Óli Þórðar: ÍBV nýtti sér klaufaskapinn í okkur

Ari Erlingsson skrifar
Óli fagnaði ekki í kvöld.
Óli fagnaði ekki í kvöld.

Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkismanna, var vitaskuld ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld en var þó óvenjubrattur í samtali við blaðamann.

„Við bara gefum þetta bara frá okkur. Það er bara þannig og Eyjamenn nýttu sér okkar klaufaskap. ÍBV skapaði kannski ekki mikið en þeir fóru þetta á dugnaði og þeir fengu þessi stig vegna þess að þeir voru grimmari en við.“

Aðspurður hvort eitthvað jákvætt megi taka út frá tapleik sem þessum hafði Ólafur þetta að segja.

„Jú jú það er ýmislegt jákvætt. Við höldum hreinu aðeins lengur en við höfum verið að gera. Fengum ekki mark á okkur strax eins og verið hefur.  Engu síður þurfum við að bæta okkur umtalsvert og fara að hala inn stig.

Því miður virðist það vera þannig að við verðum alltaf hræddir þegar við náum forystu og erum hræddir við að missa þetta niður og tapa.“

Með þessu tapi síga Fylkismenn enn neðar og aðspurður hafði Ólafur þetta að segja um það sem framundan er .

„Við keyrum þetta út tímabilið og sjáum hvernig þetta fer. Við vissum að þetta gæti orðið okkur efitt tímabil og nú er bara að einbeita sér að því að halda liðinu í deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×