Innlent

Eyjafjallajökull: Skólahaldi aflýst í Vík á morgun

Vegna þess mikla öskufalls sem gekk yfir Vík í Mýrdal um helgina verður allt skólahald í grunn-, leik- og tónskóla bæjarins fellt niður mánudaginn 10. maí.

Á heimasíðu grunnskólans segir Magnús Sæmundsson að starfsfólkið standi frammi fyrir því að þurfa að þrífa allt hátt og lágt, sérstaklega í grunnskólanum. „Öruggt umhverfi barnanna setjum við alltaf á oddinn og því er þessi ákvörðun tekin."

Starfsfólk og allir þeir sem lagt geta lið eru hvattir til þess að koma á morgun í grunnskólann og hjálpa til við þrif. „Saman getum við sigrast á erfiðleikum sem þessum," segir skólastjórinn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×