Íslenski boltinn

Þóroddur: Væri til í að tjá mig en má það ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þóroddur Hjaltalín Jr.
Þóroddur Hjaltalín Jr.

Dómarinn Þóroddur Hjaltalín Jr. hefur verið á milli tannanna á fólki í dag eftir að hann gaf Blikanum Elfari Frey Helgasyni rauða spjaldið í þriðja sinn á tímabilinu.

Rauða spjaldið var þess utan kolrangur dómur eins og sjá má í klippunni hér að neðan.

Vísir sló á þráðinn til Þórodds og freistaði þess að spjalla við hann um þessa sérkennilegu uppákomu.

Hann sagðist því miður ekki geta tjáð sig þó svo hann langaði til þess. Reglur dómaranna meinuðu þeim að tjá sig um atvik í leikjum.

Eftir því fara dómarar en sá eini sem þorði að setja sig upp á móti þessari reglu á sínum tíma var Garðar Örn Hinriksson eða Rauði baróninn eins og hann var oft kallaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×