Enski boltinn

Martin Jol fær Mido aftur til Ajax

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mido í leik með Ajax árið 2001.
Mido í leik með Ajax árið 2001. AFP
Stjóri Ajax, Martin Jol, hefur ákveðið að semja við egypska framherjann Mido. Hann spilaði áður með Ajax sem samdi einnig við Mounir El Hamdaoui í dag.

Mounir El Hamdaoui kemur frá AZ Alkmaar en hann er Marakkómaður sem er fæddur í Hollandi. Hann var hjá Tottenham eitt tímabil sem spilaði ekki leik fyrir félagið.

Sjö ár eru síðan Mido spilaði með Ajax. Hann var hjá félaginu frá 2001 til 2003.

Þaðan var hann lánaður til Celta Vigo áður en hann fór til Marseille, Roma, Tottenham, Middlesbrough, Wigan, Zamalek og loks West Ham þar sem hann fékk ekki nýjan samning í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×