Enski boltinn

Milner á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner í leik með enska landsliðinu.
James Milner í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Enska götublaðið The Sun fullyrðir að James Milner, leikmaður Aston Villa, muni ganga til liðs við Manchester City nú í sumar.

Milner hefur verið orðaður við City í sumar en hans mál hafa verið í bið á meðan enska landsliðið hefur verið að keppa á HM í Suður-Afríku.

England er nú fallið úr leik í keppninni og Milner þegar hafa sagt forráðamönnum Aston Villa að hann vilji fara til City. Kaupverðið er sagt vera um 25 milljónir punda.

Vonast er til að gengið verði frá samningum í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×