Enski boltinn

Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klaas-Jan Huntelaar.
Klaas-Jan Huntelaar. Mynd/AFP
Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið.

Klaas-Jan Huntelaar sást á Manchester-flugvelli í fyrradag og fóru menn strax að slúðra um að hann væri kominn til að semja við annaðhvort Manchester City eða Manchester United. Ítalska blaðið er hinsvegar á því að hann sé í viðræðum við Liverpool.

Everton hefur einnig verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður hollenska landsliðsframherjans en það þykir orðið nokkuð öruggt að hann spili ekki áfram með AC Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×