Enski boltinn

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Obertan fagnaði marki sínu með léttum danssporum.
Gabriel Obertan fagnaði marki sínu með léttum danssporum. Mynd/AP
Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Gabriel Obertan skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins þegar hann fékk sendingu frá Danny Welbeck og skoraði með hnitmiðuðu skoti framhjá markverði Philadelphia.

Manchester United spilaði án sterkra leikmanna í þessum leik en næsti leikurinn í Bandaríkjaferðinni verður á móti Kansas City Wizards á sunnudaginn. Síðasti leikurinn í ferðinni er síðan 28. júlí á móti Stjörnuliði úr MLS-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×