Innlent

20 kannabisplöntur fundust í fjölbýlishúsi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarholti eftir hádegi í gær.

Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 20 kannabisplöntur. Einnig var lagt hald á allnokkra gróðurhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni.

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×