Enski boltinn

Chelsea burstaði Portsmouth og minnkaði forskot United í eitt stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba skorar hér annað marka sinna í kvöld.
Didier Drogba skorar hér annað marka sinna í kvöld. Mynd/Getty Images
Chelsea vann öruggan 5-0 útisigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildini í kvöld. Didier Drogba og Florent Malouda skoruðu báðir tvö mörk fyrir Chelsea í leiknum. Manchester City tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um fjórða sætið þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Everton.

Didier Drogba var atkvæðamikill frá fyrstu mínútu á móti Portsmouth og kom Chelsea í 1-0 eftir skelfileg mistök markvarðarins David James. James kiksaði þá svakalega þegar hann ætlaði að sparka boltanum frá markinu.

Florent Malouda skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleik, það fyrra á 50. mínútu eftir flotta sendingu frá Frank Lampard og það seinna á 60. mínútu eftir að hann fylgdi á eftir skoti frá Lampard. Drogba skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og Frank Lampard það fimmta í uppbótartíma.

Everton vann 2-0 sigur á Manchester City á útivelli þar sem Tim Cahill skoraði fyrra markið með skalla í fyrri hálfleik og Mikel Arteta innsiglaði sigurinn í þeim seinni.

Það voru fleiri lið sem töpuðu stigum á heimavelli í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið því Aston Villa gerði aðeins 1-1 jafntefli við Sunderland á Villa Park.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:

Manchester City-Everton 0-2

0-1 Tim Cahill (33.), 0-2 Mikel Arteta (85.)

Portsmouth-Chelsea 0-5

0-1 Didier Drogba (31.), 0-2 Florent Malouda (50.), 0-3 Florent Malouda (60.), 0-4 Didier Drogba (77.), 0-5 Frank Lampard (90.+4)

Aston Villa-Sunderland 1-1

0-1 Fraizer Campbell (21.), 1-1 John Carew (29.)

Blackburn-Birmingham City 2-1

1-0 David Dunn (5.), 1-1 James McFadden (52.), 2-1 David Dunn (65.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×