Enski boltinn

Eiður Smári: Við erum með gott lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki sínu með stæl.
Eiður Smári fagnar marki sínu með stæl. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen var kátur eftir 3-1 sigur Tottenham á Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld en Eiður Smári skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

„Við ætluðum að setja þá undir pressu í seinni hálfleik og það var einmitt það sem við gerðum," sagði Eiður Smári en Tottenham breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1 á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiksins.

„Við erum með gott lið og það sést á síðustu leikjunum okkar í deild og bikar. Það hefur reynt mikið á liðið en við erum með hæfileikaríka menn í okkar liði og ég er mjög ánægður með að vera hér," sagði Eiður Smári við BBC.

„Ég var mjög ánægður með síðustu skiptinguna. Það er áhættusamt að setja auka framherja inn á völlinn en það gekk fullkomlega upp. Þetta var frábær ákvörðun hjá Harry og það gaf okkur líka mikinn kraft þegar David jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks," sagði Eiður Smári við ITV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×