Íslenski boltinn

Bikarúrslitin verða 14. ágúst í ár

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, býr sig undir að lyfta bikarnum í fyrra. Mynd/Daníel
Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, býr sig undir að lyfta bikarnum í fyrra. Mynd/Daníel

Ákveðið hefur verið í samræmi við ályktun ársþings KSÍ að úrslitaleikur karla í Bikarkeppni KSÍ þetta árið verði leikinn 14. ágúst.

Úrslitaleikurinn í fyrra fór fram í október en stór meirihluti félaga í Pepsi-deild karla fór fram á það á ársþinginu að leikurinn yrði færður framar á dagatalinu.

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á leikjaáætlun í meistaraflokki karla í samræmi við þessa breytingu. Allar umferðir frá 7. umferð til og með 19. umferðar í Pepsi-deildinni hliðrast ásamt því að bætt hefur verið inn umferð í miðri viku í september.

Lok móts eru áætluð 25. september en upp getur komið sú staða, þróist mál í bikarkeppni og í þátttöku liða í Evrópukeppni á ákveðinn hátt, að endurskoða verði lokadag Pepsi-deildar karla.

Forkeppni bikarkeppninnar fer af stað 8. maí en úrvalsdeildarliðin koma inn í 32-liða úrslitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×