Enski boltinn

Mancini staðfestir áhuga City á Fernando Torres

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Roberto Mancini hefur staðfest að Manchester City hafi áhuga á því að kaupa Fernando Torres. Nánast engar líkur eru þó á því að hann gangi í raðir félagsins.

"Torres er einn af bestu framherjum Evrópu og hann spilar nú þegar í ensku úrvalsdeildinni og þekki deildina mjög vel," sagði Mancini á heimasíðu BBC.

"En þetta fer eftir stöðunni á honum, verðinu, og hvort hann vilji koma."

Torres er metinn á um 70 milljónir punda en ekki er talið að hann hafi neinn áhuga á því að ganga í raðir City.

Chelsea og Barcelona hafa verið nefnd sem aðrir valmöguleikar fyrir spænska heimsmeistarann en ólíklegt er að þau félög séu tilbúin að eyða svo miklu í Torres núna. Meiri möguleiki er á því að hann væri reiðurbúinn að fara til þeirra heldur en City en felstir veðja á að hann verði áfram hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×