Enski boltinn

Robbie Keane stimplaði sig inn hjá Tottenham - valinn leikmaður mótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane skorar markið sitt á móti Sporting Lissabon.
Robbie Keane skorar markið sitt á móti Sporting Lissabon. Mynd/AFP
Robbie Keane stimplaði sig vel inn í lið Tottenham í æfingaferðinni í Bandaríkjunum. Keane var fyrirliði í öllum þremur leikjunum í ferðinni og skoraði bæði í 2-1 sigri á New York Red Bulls og í 2-2 jafntefli á móti Sporting Lissabon.

Það var ekki pláss fyrir Robbie Keane í liði Tottenham á síðasta tímabili þar sem hann var í láni hjá Celtic eftir áramót en nú virðist hann vera inn í plönum Harry Redknapp.

„Hann leit vel út, er kominn í gott form og afgreiðslan hans var frábær í markinu hans á móti Sporting. Hann er mjög góður leikmaður," sagði Harry Redknapp., stjóri Tottenham.

Það voru fleiri ánægðir með framlag Robbie Keane í æfingamótinu því hann var valinn besti leikmaðurinn í Barclays New York Challenge í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×