Fótbolti

Framleiðendur marklínutækni vilja fá sínu framgengt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Svona virkar Hawk-Eye. Sex myndavélar mynda völlinn og markið frá sex hliðum. Fari boltinn yfir línuna tekur það tölvu sem er tengd vélunum 0,5 sekúndur að senda dómara merki um að boltinn hafi farið inn í gegnum úrið hans eða eyrnatækið.
Svona virkar Hawk-Eye. Sex myndavélar mynda völlinn og markið frá sex hliðum. Fari boltinn yfir línuna tekur það tölvu sem er tengd vélunum 0,5 sekúndur að senda dómara merki um að boltinn hafi farið inn í gegnum úrið hans eða eyrnatækið. HAWK-EYE

Þeir framleiðendur marklínutækni sem segir til um hvort bolti fara inn fyrir marklínu eða ekki heimta nú að almenn notkun á tækninni verði að veruleika. Markið sem aldrei varð þegar Frank Lampard skoraði gegn Þjóðverjum sanni það.

Eins og frægt er orðið var markið ekki dæmt þar sem aðstoðardómarinn sá ekki að boltinn fór yfir línuna. Sem hann gerði þó greinilega.

Hawk-Eye og Cairos hanna bæði marklínutækni og segja að FIFA þurfi að hugsa sinn gang.

"Við erum að nota tækni sem er 100% nákvæm og hún bætir bara sanngirnina í leiknum," sagði framkvæmdastjóri Cairos.

FIFA er tregt til að taka tæknina í gagnið. "Tæknin á ekki að vera tekin í notkun. Það er afstaða FIFA," sagði Jerome Valcke í mars síðastliðnum.

Ekki eru allir sammála en Cairos er þýskt fyrirtæki sem segir að England hefði hagnast á tækninni í leiknum.

Sumir vilja ekki að tæknin skemmi fótboltann svo hann geti verið spilaður eins hvort sem það er á HM eða í bakgarði fólks en aðrir benda á að engin skotklukka sé í bakgörðum fólks eins og er á NBA-völlum sem hafi þó ekki skemmt þá íþrótt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×