Íslenski boltinn

Baldur búinn að framlengja við Valsmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Aðalsteinsson í leik með Val.
Baldur Aðalsteinsson í leik með Val. Mynd/Anton

Baldur Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Valsmenn en Baldur hefur leikið með félaginu frá því að hann kom á Hlíðarenda frá ÍA árið 2004 og hjálpaði Valsmönnum að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Valsmanna.

Baldur, sem verður þrítugur í byrjun næsta mánaðar, hefur alls leikið 76 deildarleiki fyrir Val og skorað í þeim 10 mörk. Baldur lék 14 leiki í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og gekk þá í hinar ýmsu leikstöður á vellinum.

Baldur skoraði sigurmark Vals í bikarúrslitaleiknum 2005 og var annar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar þegar Valsmenn urðu Íslandsmeistarar sumarið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×