Íslenski boltinn

Rakel: Auðvitað eru þetta vonbrigði

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rakel Hönnudóttir spilaði mjög vel sem hægri bakvörður í landsleiknum gegn Frökkum. Akureyrarmærin er vön að spila sem framherji.

Rakel meiddist og fór útaf í hálfleik. "Ég vona að þetta sé allt í lagi. Ég er á leiðinni í myndatöku en ég sparkaði undir takkana hjá einni stelpunni," sagði Rakel.

Hún segir niðurstöðu leiksins vera vonbrigði.

"Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur. En við erum alltaf að bæta okkur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í "nýju" stöðunni.

"Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt," sagði Rakel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×