Íslenski boltinn

Matthías: Það eiga eftir að verða einhverjar fléttur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.

„Djöfull er þetta svekkjandi," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirlið FH, strax eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann fékk kjörin tækifæri til að verða hetja heimamanna í blálokin en fór illa með góð færi.

„Það er allavega skömminni skárra að hafa náð að forðast tap og fá jafntefli," sagði Matthías en leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Matthías var sammála því að jafnræði hefði verið með liðunum. „Þetta var nokkuð kaflaskipt og heilt yfir var jafntefli sanngjörn úrslit. Hefði dómarinn bætt við sjö mínútum þá hefðum við kannski náð að vinna. En þetta var ágætis fótboltaleikur, mikið um barning en svo fór að slitna milli varnar og miðju hjá báðum liðum í seinni hálfleik," sagði Matthías.

FH-ingar eru nú fjórum stigum á eftir Breiðabliki og sex stigum á eftir ÍBV. „Við höldum áfram og gefumst ekkert upp. Það eiga eftir að vera einhverjar fléttur í lok tímabilsins, ég er alveg viss um það," sagði Matthías.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×