Fótbolti

Fimm kallaðir á teppið hjá Frökkum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Frakkar á æfingu.
Frakkar á æfingu. GettyImages
Fimm leikmenn franska landsliðsins munu mæta á agafund hjá franska knattspyrnusambandinu vegna verkfalls liðsins á HM í sumar. Þetta eru Patrice Evra, Nicolas Anelka, Eric Abidal, Franck Ribery og Jeremy Toulalan.

Sambandið vill ekki tala við alla 23 leikmennina sem fóru allir í bann eftir frammistöðu liðsins og fíaskóið í kringum mótið.

Fimmmenningarnir munu ræða við sambandið um hvað gerðist og framtíð leikmanna og liðsins verða skoðuð.

Evra er fyrirliði liðsins og Ribery varafyrirliði, Anelka var rekinn heim og Toulalan hjálpaði til við að skrifa bréfið fræga sem útskýrði verkfallið.

Fundurinn fer fram fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum þann 3. september. Eftir hann kemur í ljós hvaða leikmenn munu fá að spila aftur fyrir landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×