Hvalveiðiskýrslan á röngum forsendum 3. apríl 2010 04:00 Hilmar Malmquist segir óvarlegt að áætla að hvalskurður hafi jafn mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn nú og fyrir 30 árum. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggi á röngum forsendum.fréttablaðið/vilhelm Hilmar Malmquist, líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Kópavogs, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á röngum forsendum. Þar sé notast við mjög einfaldað líkan þegar áhrif hvala á aðra nytjastofna eru metin. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hægt sé að veiða fleiri dýr en verið hefur, þar sem afrán langreyðar á loðnu og hrefnu á þorski, ýsu og loðnu sé umtalsvert. Hilmar segir þessar tölur byggja á mjög einfölduðu líkani Hafrannsóknastofnunar sem stofnunin notist ekki við þegar hún leggur til hámarksafla. „Þetta er ofureinfaldað líkan af íslensku sjávarlífríki, með fimm hvalategundum, tveimur eða þremur fiskistofnum og einhverri rækju. Niðurstöðurnar eru með mjög víðum öryggismörkum sem aldrei er rætt um og eru birt í viðauka. Þau skipta hins vegar miklu máli því óvissan er svo mikil í niðurstöðunum. Það er engan veginn hægt að styðjast við svona líkön.“ Hilmar segist ekki á móti hvalveiðum, en ekki sé hægt að ákveða að veiða hval af því að hann éti svo mikið af fiski og hafi neikvæð áhrif á fiskistofna. Þorvaldur Gunnlaugsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að þar á bæ hafi menn ekki lagt til hvalveiðar vegna áhrifa á aðra fiskistofna. Einhverjir ágiskunarútreikningar hafi verið gerðir um hvað hvalir ætu. „Við erum ekki að leggja til einhvern hámarksafla á hvölum í sambandi við þorskstofn, eða afrán hvala á öðrum tegundum. Við höfum ekki verið beðnir um það,“ segir Þorvaldur. Hilmar segir forsendu hagfræðinganna, að hvalir hafi einungis neikvæð áhrif á nytjafiskastofna, ranga og í henni felist bæði vanþekking á undirstöðuatriðum sjávarvistfræðinnar og glannaleg túlkun á fyrirliggjandi gögnum. Þá segir hann oft glitta í þá fyrirframgefnu afstöðu skýrsluhöfunda að hvalveiðar séu góðar hvað sem tautar og raular. Þeir geri mikið úr tilfinningahita andstæðinga hvalveiða, en minnist ekkert á að slíkt er einnig að finna hjá stuðningsmönnum þeirra. Eins sé óvarlegt að styðjast við 30 ára gamlar tölur um ferðamannastraum í hvalstöðina í Hvalfirði. Slá verði varnagla við slíkum fullyrðingum. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hilmar Malmquist, líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Kópavogs, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á röngum forsendum. Þar sé notast við mjög einfaldað líkan þegar áhrif hvala á aðra nytjastofna eru metin. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hægt sé að veiða fleiri dýr en verið hefur, þar sem afrán langreyðar á loðnu og hrefnu á þorski, ýsu og loðnu sé umtalsvert. Hilmar segir þessar tölur byggja á mjög einfölduðu líkani Hafrannsóknastofnunar sem stofnunin notist ekki við þegar hún leggur til hámarksafla. „Þetta er ofureinfaldað líkan af íslensku sjávarlífríki, með fimm hvalategundum, tveimur eða þremur fiskistofnum og einhverri rækju. Niðurstöðurnar eru með mjög víðum öryggismörkum sem aldrei er rætt um og eru birt í viðauka. Þau skipta hins vegar miklu máli því óvissan er svo mikil í niðurstöðunum. Það er engan veginn hægt að styðjast við svona líkön.“ Hilmar segist ekki á móti hvalveiðum, en ekki sé hægt að ákveða að veiða hval af því að hann éti svo mikið af fiski og hafi neikvæð áhrif á fiskistofna. Þorvaldur Gunnlaugsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að þar á bæ hafi menn ekki lagt til hvalveiðar vegna áhrifa á aðra fiskistofna. Einhverjir ágiskunarútreikningar hafi verið gerðir um hvað hvalir ætu. „Við erum ekki að leggja til einhvern hámarksafla á hvölum í sambandi við þorskstofn, eða afrán hvala á öðrum tegundum. Við höfum ekki verið beðnir um það,“ segir Þorvaldur. Hilmar segir forsendu hagfræðinganna, að hvalir hafi einungis neikvæð áhrif á nytjafiskastofna, ranga og í henni felist bæði vanþekking á undirstöðuatriðum sjávarvistfræðinnar og glannaleg túlkun á fyrirliggjandi gögnum. Þá segir hann oft glitta í þá fyrirframgefnu afstöðu skýrsluhöfunda að hvalveiðar séu góðar hvað sem tautar og raular. Þeir geri mikið úr tilfinningahita andstæðinga hvalveiða, en minnist ekkert á að slíkt er einnig að finna hjá stuðningsmönnum þeirra. Eins sé óvarlegt að styðjast við 30 ára gamlar tölur um ferðamannastraum í hvalstöðina í Hvalfirði. Slá verði varnagla við slíkum fullyrðingum. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira