Segir hagsmuna almennings gætt með listamannalaunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2010 11:02 Oddný Harðardóttir, formaður menntamálanefndar, er fylgjandi listamannalaunum en vill endurskoða heiðurslaunin. „Tilgangurinn með listamannalaununum er að efla listsköpun í landinu," segir Oddný G. Harðardóttir, formaður menntamálanefndar Alþingis, um afstöðu almennings til listamannalauna. Rúmlega 61% aðspurðra í könnun MMR sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun. Oddný segist vera þeirrar skoðunar að samfélagið hafi þörf fyrir listsköpun. Staðreyndin sé hins vegar sú að örfáir einstaklingar geti haft lífsviðurværi sitt af henni. „Það er erfiðara núna en áður þar sem fyrirtækin og heimilin leggja minna til listsköpunar," segir Oddný. Oddný segir að ákveðins misskilnings gæti stundum í umræðunni um listamannalaun. Svo virðist vera sem fólk telji að fólk þiggi slík laun án þess að þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum. Staðreyndin sé hins vegar sú að listamenn sæki í sjóði til skilgreindra verkefna og þau standi yfir í mislangan tíma. „Ég er í þeim hluta sem er mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun," segir Oddný. Aðspurð segir Oddný að þrátt fyrir niðurstöðu könnunar MMR sé ekki verið að gæta sérhagsmuna listamanna með listamannalaununum. „Ég myndi nú ekki orða það þannig. Við teljum að við séum að gæta almennings sem vill fá að njóta listsköpunarinnar," segir Oddný. Hún bendir jafnframt á að ef spurningin hefði verið orðuð öðruvísi hefði niðurstaðan hugsanlega orðið öðruvísi. Oddný segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir muninum á listamannalaunum sem úthlutuð eru úr sérstökum sjóðum til einstakra verkefna og svo heiðurslaunum listamanna. Þeir sem fái heiðurslaun listamanna séu 29 talsins. Tilgangur heiðurslaunanna hafi í upphafi verið sá að tryggja eldri listamönnum lífeyri sem þakklætisvott frá þjóðinni fyrir að hafa fengið að njóta listsköpunar þeirra í langan tíma. „Ég tel að fyrirkomulag úthlutunar heiðurslaunanna sér tímabært að endurskoða," segir Oddný. Tengdar fréttir Rúmlega 61% á móti því að ríkið greiði listamannalaun Um 61,4% eru frekar eða mjög andvígir því að ríkið greiði listamannalaun, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 17. mars 2010 09:38 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
„Tilgangurinn með listamannalaununum er að efla listsköpun í landinu," segir Oddný G. Harðardóttir, formaður menntamálanefndar Alþingis, um afstöðu almennings til listamannalauna. Rúmlega 61% aðspurðra í könnun MMR sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun. Oddný segist vera þeirrar skoðunar að samfélagið hafi þörf fyrir listsköpun. Staðreyndin sé hins vegar sú að örfáir einstaklingar geti haft lífsviðurværi sitt af henni. „Það er erfiðara núna en áður þar sem fyrirtækin og heimilin leggja minna til listsköpunar," segir Oddný. Oddný segir að ákveðins misskilnings gæti stundum í umræðunni um listamannalaun. Svo virðist vera sem fólk telji að fólk þiggi slík laun án þess að þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum. Staðreyndin sé hins vegar sú að listamenn sæki í sjóði til skilgreindra verkefna og þau standi yfir í mislangan tíma. „Ég er í þeim hluta sem er mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun," segir Oddný. Aðspurð segir Oddný að þrátt fyrir niðurstöðu könnunar MMR sé ekki verið að gæta sérhagsmuna listamanna með listamannalaununum. „Ég myndi nú ekki orða það þannig. Við teljum að við séum að gæta almennings sem vill fá að njóta listsköpunarinnar," segir Oddný. Hún bendir jafnframt á að ef spurningin hefði verið orðuð öðruvísi hefði niðurstaðan hugsanlega orðið öðruvísi. Oddný segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir muninum á listamannalaunum sem úthlutuð eru úr sérstökum sjóðum til einstakra verkefna og svo heiðurslaunum listamanna. Þeir sem fái heiðurslaun listamanna séu 29 talsins. Tilgangur heiðurslaunanna hafi í upphafi verið sá að tryggja eldri listamönnum lífeyri sem þakklætisvott frá þjóðinni fyrir að hafa fengið að njóta listsköpunar þeirra í langan tíma. „Ég tel að fyrirkomulag úthlutunar heiðurslaunanna sér tímabært að endurskoða," segir Oddný.
Tengdar fréttir Rúmlega 61% á móti því að ríkið greiði listamannalaun Um 61,4% eru frekar eða mjög andvígir því að ríkið greiði listamannalaun, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 17. mars 2010 09:38 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
Rúmlega 61% á móti því að ríkið greiði listamannalaun Um 61,4% eru frekar eða mjög andvígir því að ríkið greiði listamannalaun, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 17. mars 2010 09:38