Erlent

Um 309 milljónir búa í Bandaríkjunum

Barack Obama
Barack Obama
Íbúafjöldi í Bandaríkjunum hefur aukist um 10 prósent síðasta áratuginn en hann er nú 308,7 milljónir. Aukningin er sú minnsta síðan í kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar, en þá var hann 7,3 prósent. Á níunda áratug síðustu aldar var aukningin 13,2 prósent.

Inn í þessari tölu eru allir þeir sem búa í Bandaríkjunum, ekki bara ríkisborgarar og lögmætir innflytjendur. Mest er fjölgunin í ríkinu Nevada, með 2,7 milljón íbúa, en Arizona og Utah fylgja fast á eftir. Minnsta fjölgunin er í ríkinu Michigan en íbúum þar hefur fækkað um 0,6 prósent frá aldarmótum.

Stærsta ríkið í Bandaríkjunum er California með 37 milljón íbúa og næst koma Texas, New York, Florida og Illnois.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×