Umfjöllun: Baráttuglaðir Fylkismenn kláruðu Stjörnuna Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 16. maí 2010 21:46 Fylkir sigraði Stjörnuna í fyrsta heimaleik þeirra í sumar en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna. Leikurinn var frábær skemmtun og baráttan allsráðandi í Árbænum. Fylkir reyndust sterkari undir lokin og kláruðu leikinn á síðustu tuttugu mínútunum. Fylkismenn fengu óskabyrjun í kvöld en Ingimundur Níels Óskarsson framherji heimamanna skoraði eftir aðeins fjórar mínútur. Ásgeir Börkur Ásgeirsson átti þá góða sendingu inn fyrir á Ingimund sem að kláraði færi sitt vel. Gestirnir í Stjörnunni voru fljótir að svara en aðeins níú mínútum síðar þá jafnaði Halldór Orri Björnsson úr aukaspyrnu. Staðan 1-1 eftir aðeins korter og leikurinn opnaðist mikið. Bæði lið spiluðu góðan fótbolta og gaman var að sjá stemninguna hjá leikmönnum liðanna. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrrihálfleik og staðan 1-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik var Halldór Orri Björnsson nálægt því í tvígang að koma gestunum yfir. Hann átti fyrst aukaspyrnu af vængnum sem að endaði í stönginni og var svo aftur á ferðinni stuttu síðar en þá átti hann gott skot fyrir utan teig sem að endaði í þverslánni. Heimamenn stálheppnir. Heimamenn tóku forystuna á 70. mínútu leiksins en þá skoraði Albert Brynjar Ingason úr stuttu færi eftir sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni. Varamaðurinn Jóhann Þórhallsson gulltryggði svo stigin þrjú með marki er um tvær mínútur voru eftir. Bjarni Þórður Halldórsson átti þá slaka markspyrnu sem endaði í fótunum á Jóhanni. Hann var fljótur að hugsa, slapp einn í gegn og þakkaði fyrir sig með marki. Baráttusigur hjá Fylki sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.Fylkir - Stjarnan 3-1 (1-1)(Ingimundur Níels Óskarsson 4.) (Halldór Orri Björnsson 13.) (Albert Brynjar Ingason 70.) (Jóhann Þórhallsson 87.) Áhorfendur: 1.506 Dómari: Einar Örn Daníelsson 7 Skot (á mark): 13-8 (7-7) Varin skot: Fjalar 4 - Bjarni 3 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-21 Rangstöður: 9-4Fylkir 4-3-3Fjalar Þorgeirsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Einar Pétursson 7 (Þórir Hannesson 55.) 5 Tómas Þorsteinsson 6Ásgeir Börkur Ásgeirsson 8 - Maður leiksinsÓlafur Ingi Stígsson 6 (Jóhann Þórhallsson 74.) 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (Pape Mamadou Faye 61.) 5 Ingimundur Níels Óskarsson 7 Albert Brynjar Ingason 7Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 4 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 ( Bjarki Páll Eysteinsson 62.) 5 Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 7 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 5 (Þorvaldur Árnason 70.) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Fylkir sigraði Stjörnuna í fyrsta heimaleik þeirra í sumar en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna. Leikurinn var frábær skemmtun og baráttan allsráðandi í Árbænum. Fylkir reyndust sterkari undir lokin og kláruðu leikinn á síðustu tuttugu mínútunum. Fylkismenn fengu óskabyrjun í kvöld en Ingimundur Níels Óskarsson framherji heimamanna skoraði eftir aðeins fjórar mínútur. Ásgeir Börkur Ásgeirsson átti þá góða sendingu inn fyrir á Ingimund sem að kláraði færi sitt vel. Gestirnir í Stjörnunni voru fljótir að svara en aðeins níú mínútum síðar þá jafnaði Halldór Orri Björnsson úr aukaspyrnu. Staðan 1-1 eftir aðeins korter og leikurinn opnaðist mikið. Bæði lið spiluðu góðan fótbolta og gaman var að sjá stemninguna hjá leikmönnum liðanna. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrrihálfleik og staðan 1-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik var Halldór Orri Björnsson nálægt því í tvígang að koma gestunum yfir. Hann átti fyrst aukaspyrnu af vængnum sem að endaði í stönginni og var svo aftur á ferðinni stuttu síðar en þá átti hann gott skot fyrir utan teig sem að endaði í þverslánni. Heimamenn stálheppnir. Heimamenn tóku forystuna á 70. mínútu leiksins en þá skoraði Albert Brynjar Ingason úr stuttu færi eftir sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni. Varamaðurinn Jóhann Þórhallsson gulltryggði svo stigin þrjú með marki er um tvær mínútur voru eftir. Bjarni Þórður Halldórsson átti þá slaka markspyrnu sem endaði í fótunum á Jóhanni. Hann var fljótur að hugsa, slapp einn í gegn og þakkaði fyrir sig með marki. Baráttusigur hjá Fylki sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.Fylkir - Stjarnan 3-1 (1-1)(Ingimundur Níels Óskarsson 4.) (Halldór Orri Björnsson 13.) (Albert Brynjar Ingason 70.) (Jóhann Þórhallsson 87.) Áhorfendur: 1.506 Dómari: Einar Örn Daníelsson 7 Skot (á mark): 13-8 (7-7) Varin skot: Fjalar 4 - Bjarni 3 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-21 Rangstöður: 9-4Fylkir 4-3-3Fjalar Þorgeirsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Einar Pétursson 7 (Þórir Hannesson 55.) 5 Tómas Þorsteinsson 6Ásgeir Börkur Ásgeirsson 8 - Maður leiksinsÓlafur Ingi Stígsson 6 (Jóhann Þórhallsson 74.) 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (Pape Mamadou Faye 61.) 5 Ingimundur Níels Óskarsson 7 Albert Brynjar Ingason 7Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 4 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 ( Bjarki Páll Eysteinsson 62.) 5 Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 7 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 5 (Þorvaldur Árnason 70.) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira