Íslendingaliðið AZ Alkmaar komst í kvöld áfram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 3-2 samanlagðan sigur á Aktobe frá Kasakstan.
Liðin mættust í Kasakstan í kvöld og þar unnu heimamenn 2-1 sigur. AZ dugði því 2-0 forysta úr fyrri leik liðanna.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ í kvöld og var skipt út af velli á 68. mínútu fyrir Kolbein Sigþórsson.