Fótbolti

Advocaat að stinga af til að taka við Rússum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dick Advocaat.
Dick Advocaat. Mynd/AFP
Dick Advocaat er hættur sem landsliðsþjálfari Belgíu samkvæmt fréttum þar í landi í dag. Dick Advocaat tók við liðinu í október á síðasta ári og var með samning fram yfir Evrópukeppnina 2012.

Advocaat er því hættur með liðið áður en undankeppnin hefst en Belgar eru þar í erfiðum riðli með Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, Kasakstan og Aserbaídsjan.

Belgíska knattspyrnusambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það harmar ákvörðun Advocaat sem fékk meðal annars leyfi frá sambandinu til að stýra hollenska liðinu AZ Alkmaar út tímabilið. Advocaat stjórnaði belgíska landsliðinu í fimm leikjum og liðið vann þrjá þeirra.

Belgar hafa ekki komst á stórmót síðan á HM 2002 og með ráðningu á hinum virta þjálfara Dick Advocaat átti að gera allt til þess að binda endi á þá bið.

Ástæða afsaknar Advocaat eru ekki á hreinu en það eru sögusagnir í gangi um að hann sé að fara taka við rússneska landsliðinu af Guus Hiddink og þar fái hann talsvert hærri laun en í samningnum við belgíska knattspyrnusambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×