Umfjöllun: Frábær sigur Grindavíkur gegn Íslandsmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. ágúst 2010 16:19 Auðun og félagar unnu góðan sigur í kvöld. Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira