Umfjöllun: Frábær sigur Grindavíkur gegn Íslandsmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. ágúst 2010 16:19 Auðun og félagar unnu góðan sigur í kvöld. Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Grindavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum FH í 16. umferð Pepsi-deildar karla, 3-1. Leikurinn var gríðarlega þýðingamikill fyrir bæði lið og ósigur kom ekki til greina. Grindvíkingar sýndu hins vegar að allt er hægt þegar baráttan og liðsheildin er til staðar. FH náði forystunni á 18. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson kom þeim hvítklæddu yfir með lauflausu skoti eftir vandræðagang í vörn Grindvíkinga. Mattías Vilhjálmsson átti skot sem barst til Atla Viðars sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir línuna. Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn því Gilles Mbang Ondo skoraði skömmu síðar með snyrtilegri afgreiðslu. Hann komst einn í gegn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni FH og skoraði laglega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH. Staðan var jöfn í hálfleik og jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér góð færi. FH-ingar náðu undirtökunum á miðjunni þegar líða tók á leikinn en heimamenn börðust af miklum krafti og náðu álitlegum skyndisóknum. Það var einmitt með skyndisóknum sem Grindvíkingum tókst að tryggja sér sigurinn. Ondo skoraði annað mark sitt á 90. mínútu með glæsilegri afgreiðslu þegar hann hreinlega klíndi boltanum í markvinkilinn. Stuðningsmenn Grindvíkinga hreinlega ærðust að gleði þegar Óli Baldur Bjarnason innsligaði sigurinn í uppbótatíma eftir undirbúning frá Ondo og frábær sigur heimamanna staðreynd. Þetta er líklega besti leikur Grindvíkinga í sumar og var hreinlega unun að fylgjast með baráttunni hjá þeim gulklæddu í kvöld. Það var hins vegar enginn unaður að fylgjast með FH-ingum í kvöld og spurning hvort að gleðskapurinn frá því um helgina sitji ennþá í Hafnfirðingum. Grindavík 3 - 1 FH0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (94.) Áhorfendur: 1132 Dómari: Örvar Gíslason 7 Skot (á mark): 12 -12 (5-2) Varin skot: Óskar 2 - Gunnleifur 3 Horn: 6 - 8 Aukaspyrnur fengnar:8 - 7 Rangstöður: 3 - 2 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 (57. Ray Anthony Jónsson 5 ) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (81. Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 Maður leiksins Grétar Hjartarson 5 (75. Mattías Örn Friðriksson -) FH 4-4-2: Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74. Gunnar Már Guðmundsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 (74. Gunnar Kristjánsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Atli Guðnason 6 (83. Torger Motland-) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Grindavík - FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira