„Þetta er í vinnuferli“ 10. maí 2010 12:20 „Þetta er í vinnuferli og það eru allir tilbúnir að skoða það málefnalega," sagði Steingrímur fyrir ríkisstjórnarfundinn í gær þegar hann spurður um fækkun ráðuneyta. Mynd/Valgarður Gíslason Ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna tókust á um fækkun ráðuneyta á fimm klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi. Fækkunin er hitamál en engin ákvörðun var tekin á fundinum þrátt fyrir hreinskiptar umræður. Stjórnarsáttmálinn segir að fækka eigi ráðuneytum í áföngum úr tólf í níu og er stærsta breytingin sú að sameina landbúnaðar-, iðnaðar- og sjávarútvegsmál í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Andstaða er við það meðal Vinstri grænna en umræður um fækkun ráðuneyta mun hafa tekið drjúgan hluta af þessum langa kvöldfundi í gær og var það í fyrsta skipti sem málið var formlega rætt á vettvangi ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr röðum Vinstri grænna, er litið svo á að með því yrði ímynd landbúnaðar- og sjávarútvegs veikt innan stjórnsýslunnar og að sameiningin sé í raun liður í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Úr herbúðum Samfylkingar heyrist hins vegar að Vinstri grænir sé einfaldlega að verja sína ráðherrastóla. Í dag eru tólf ráðuneyti til skiptanna, og jöfn skipting milli stjórnarflokka. Verði þeim fækkað í níu, verður skiptingin ójöfn nema þá að menn haldi einum utanþingsráðherra. Engin endanleg ákvörðun mun hafa verið tekin um fækkun ráðuneyta á fundinum í gærkvöldi en Samfylkingin þrýstir á og hefur gert síðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hélt kattarræðuna fyrir röskum mánuði. Þar boðaði hún fækkun ríkisstofnana og telja menn úr Samfylkingu að fyrst þurfi að sameina ráðuneyti áður en undirstofnanir verði sameinaðar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafði þetta að segja um málið fyrir fundinn í gærkvöldi. „Þetta er í vinnuferli og það eru allir tilbúnir að skoða það málefnalega." Fjárlög voru einnig rædd á fundinum og mun frekari niðurskurður á útgjöldum ríkisins þykja vænlegri kostur, en aukin skattheimta, til að rétta hag ríkissjóðs. Áætlað er að mesti niðurskurðurinn í þessari lotu verði á næsta ári. „Þar erum við að tala um tugi milljarða. Menn höfðu nefnt töluna 50 milljarða samtals í aðgerðir á næsta ári en innan skamms kemur nánari fínstelling á það hvar við nákvæmlega endum," sagði Steingrímur. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna tókust á um fækkun ráðuneyta á fimm klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi. Fækkunin er hitamál en engin ákvörðun var tekin á fundinum þrátt fyrir hreinskiptar umræður. Stjórnarsáttmálinn segir að fækka eigi ráðuneytum í áföngum úr tólf í níu og er stærsta breytingin sú að sameina landbúnaðar-, iðnaðar- og sjávarútvegsmál í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Andstaða er við það meðal Vinstri grænna en umræður um fækkun ráðuneyta mun hafa tekið drjúgan hluta af þessum langa kvöldfundi í gær og var það í fyrsta skipti sem málið var formlega rætt á vettvangi ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr röðum Vinstri grænna, er litið svo á að með því yrði ímynd landbúnaðar- og sjávarútvegs veikt innan stjórnsýslunnar og að sameiningin sé í raun liður í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Úr herbúðum Samfylkingar heyrist hins vegar að Vinstri grænir sé einfaldlega að verja sína ráðherrastóla. Í dag eru tólf ráðuneyti til skiptanna, og jöfn skipting milli stjórnarflokka. Verði þeim fækkað í níu, verður skiptingin ójöfn nema þá að menn haldi einum utanþingsráðherra. Engin endanleg ákvörðun mun hafa verið tekin um fækkun ráðuneyta á fundinum í gærkvöldi en Samfylkingin þrýstir á og hefur gert síðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hélt kattarræðuna fyrir röskum mánuði. Þar boðaði hún fækkun ríkisstofnana og telja menn úr Samfylkingu að fyrst þurfi að sameina ráðuneyti áður en undirstofnanir verði sameinaðar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafði þetta að segja um málið fyrir fundinn í gærkvöldi. „Þetta er í vinnuferli og það eru allir tilbúnir að skoða það málefnalega." Fjárlög voru einnig rædd á fundinum og mun frekari niðurskurður á útgjöldum ríkisins þykja vænlegri kostur, en aukin skattheimta, til að rétta hag ríkissjóðs. Áætlað er að mesti niðurskurðurinn í þessari lotu verði á næsta ári. „Þar erum við að tala um tugi milljarða. Menn höfðu nefnt töluna 50 milljarða samtals í aðgerðir á næsta ári en innan skamms kemur nánari fínstelling á það hvar við nákvæmlega endum," sagði Steingrímur.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira