Innlent

Ökufantar stöðvaðir á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum greip einn ökumaður sem er grunaðu um ölvun við akstur í Grindavík í nótt. Hann er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Njarðarbrautinni í Reykjanesbæ í gærdag. Einn þeirra mældist á 91 kílómetra á klukkustund. Tveir aðrir óku á á 73 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraðinn er 50 kílómetrar á klukkustund. Þá var einn ökumaður kærður á Reykjanesbrautinni en hann mældist á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetra hraði.

Að lokum þá var bifhjólamaður tekinn réttindalaus á vélhjólinu í Reykjanesbæ í gær. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×