Innlent

Fangar skemmtu sér vel yfir Fangavaktinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Litla Hraun. Mynd/ GVA.
Litla Hraun. Mynd/ GVA.
„Þeir komu hérna allir leikararnir og frumsýndu fyrir okkur fyrstu tvo þættina áður en þetta var sýnt," segir Árni Ásbjörnsson, fangi á Litla Hrauni og formaður Afstöðu, félags fanga.

Árni segir að fangar hafi síðan horft á þættina eftir það og haft mjög gaman að. Það er svolítið búð að tala um það að það eru örugglega margir hérna inni sem hlæja á svolítið öðrum stöðum en hinn almenni borgari," segir Árni.

Árni segir að þættirnir gefi ágæta lýsingu af lífinu innan veggja Litla Hrauns. „Þeir gefa kannski svolítið ýkta mynd af því og eru svolítið í stereotýpunni. En samt að einhverju leyti þá ná þeir þessu ágætlega," segir Árni.

Sýningu Fangavaktarinnar er lokið en um jólin verður frumsýnd kvikmynd sem byggir á aðalpersónunum úr þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×