Ósátt við framlengda dvöl AGS Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2009 10:57 Lilja segist ekki hafa myndað sér afstöðu gagnvart Icesave samningunum. Mynd/ Pjetur. „Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Hún segir að Íslendingar hafi aldrei beðið um að vera hálfu ári lengur í prógramminu. Það sé alfarið ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Mér finnst það í rauninni ámælisvert og ég er ekki sátt við það," segir Lilja. Lilja segir ekki nauðsynlegt að taka þau lán sem standi til boða. „Í sjálfu sér sé ég ekki nauðsyn þess að fá þessi lán akkúrat núna nema þá kannski til að auka traust á krónunni með því að leggja þetta inn á gjaldeyrisvarasjóð," segir Lilja. Gjaldeyrisvarasjóðurinn sé í fínum málum núna. „Hann er eitthvað um 400 milljarðar. Það eru náttúrlega lánalínur á bakvið sjóðinn og það þarf ekki að endurfjármagna þær fyrr en um mitt næsta ár," segir Lilja. „Þessir 100 milljarðar kannski auka traust fólks á krónunni en þá kemur á móti að þessi efnahagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dregur úr því trausti," segir Lilja. Hún bendir á að hátt vaxtastig sé hvorki til þess fallið að auka traust innlendra né erlendra fjárfesta á því að við séum á leið út úr þessari kreppu. Lilja segist því vilja fá endurskoðun á efnahagsáætluninni frá grunni enda hafi hún byggt á tölum um miklu minni skuldsetningu Hefur ekki tekið afstöðu til Icesave frumvarpsins Lilja segist ekki vera búin að taka ákvörðun um afstöðu sína til frumvarpsins um Icesave. Ég hef svolítið verið að bíða eftir skuldaþolsútreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hann lofar að birta á morgun. Ég hallast frekar að því að hafna þessum samningi á meðan ég trúi því ekki að við getum staðið undir honum," segir Lilja. Hún geti ekki skrifað undir eitthvað sem hún telji að ekki sé hægt að standa undir. Hún hafi alltaf haldið því fram að vextir á láninu séu algerlega óásættanlegir. Lilja segist þekkja til í Bretlandi, meðal annars vegna sex ára námsdvalar sinnar þar, og hún hafi vitað að Bretar myndu taka þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti í ágúst sem óskalista. Það hafi síðan reynst vera rétt mat hjá sér. Ástæðan fyrir því að hún hafi fallist á fyrirvarana væri sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengist inn á það að vinna að fyrirvörunum með meirihlutanum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðan setið hjá við atkvæðagreiðsluna hafi hún ekki vitað hvað hún átti til bragðs að taka. Þá hafi hún gert sér grein fyrir því að ekki yrði nægilega mikill slagkraftur á bakvið fyrirvarana til þess að Bretar og Hollendingar gætu litið á þá sem neitt annað en óskalista. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Hún segir að Íslendingar hafi aldrei beðið um að vera hálfu ári lengur í prógramminu. Það sé alfarið ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Mér finnst það í rauninni ámælisvert og ég er ekki sátt við það," segir Lilja. Lilja segir ekki nauðsynlegt að taka þau lán sem standi til boða. „Í sjálfu sér sé ég ekki nauðsyn þess að fá þessi lán akkúrat núna nema þá kannski til að auka traust á krónunni með því að leggja þetta inn á gjaldeyrisvarasjóð," segir Lilja. Gjaldeyrisvarasjóðurinn sé í fínum málum núna. „Hann er eitthvað um 400 milljarðar. Það eru náttúrlega lánalínur á bakvið sjóðinn og það þarf ekki að endurfjármagna þær fyrr en um mitt næsta ár," segir Lilja. „Þessir 100 milljarðar kannski auka traust fólks á krónunni en þá kemur á móti að þessi efnahagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dregur úr því trausti," segir Lilja. Hún bendir á að hátt vaxtastig sé hvorki til þess fallið að auka traust innlendra né erlendra fjárfesta á því að við séum á leið út úr þessari kreppu. Lilja segist því vilja fá endurskoðun á efnahagsáætluninni frá grunni enda hafi hún byggt á tölum um miklu minni skuldsetningu Hefur ekki tekið afstöðu til Icesave frumvarpsins Lilja segist ekki vera búin að taka ákvörðun um afstöðu sína til frumvarpsins um Icesave. Ég hef svolítið verið að bíða eftir skuldaþolsútreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hann lofar að birta á morgun. Ég hallast frekar að því að hafna þessum samningi á meðan ég trúi því ekki að við getum staðið undir honum," segir Lilja. Hún geti ekki skrifað undir eitthvað sem hún telji að ekki sé hægt að standa undir. Hún hafi alltaf haldið því fram að vextir á láninu séu algerlega óásættanlegir. Lilja segist þekkja til í Bretlandi, meðal annars vegna sex ára námsdvalar sinnar þar, og hún hafi vitað að Bretar myndu taka þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti í ágúst sem óskalista. Það hafi síðan reynst vera rétt mat hjá sér. Ástæðan fyrir því að hún hafi fallist á fyrirvarana væri sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengist inn á það að vinna að fyrirvörunum með meirihlutanum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðan setið hjá við atkvæðagreiðsluna hafi hún ekki vitað hvað hún átti til bragðs að taka. Þá hafi hún gert sér grein fyrir því að ekki yrði nægilega mikill slagkraftur á bakvið fyrirvarana til þess að Bretar og Hollendingar gætu litið á þá sem neitt annað en óskalista.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent