Innlent

Salmonella í kjúklingahópi

Rökstuddur grunur leikur á að salmonella hafi verið í kjúklingahóp frá Reykjagarði.
Rökstuddur grunur leikur á að salmonella hafi verið í kjúklingahóp frá Reykjagarði.

Rökstuddur grunur er um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs. Jarle Reiersen dýralæknir segir þetta hafa komið upp í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun. Í hópnum sem slátrað var voru um 9.700 fuglar.

Jarle segir umræddan kjúklingahóp hafa verið rannsakaðan í tvígang áður en kjúklingunum var slátrað án þess að salmonella hafi fundist. Við slátrun voru svo tekin sýni, sem eru nú í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þau verða send til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg niðurstaða mun væntanlega liggja fyrir í lok vikunnar.

Vegna þessa hefur Reykjagarður nú þegar innkallað afurðir með rekjanleikanúmeri 002-09-05-4-04 í varúðarskyni.

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þetta rekjanleikanúmer, eru beðnir um að hafa samband á netfanginu sala@holta.is eða í síma 575 6445 til að skila inn vörum.

Jarle tekur fram að ef áprentuðum leiðbeiningum um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólk geti smitast af salmonellu ef kjarnhiti nær 72°C. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×