Íslenski boltinn

Luka Kostic samdi við Grindavík til tveggja ára

Ómar Þorgeirsson skrifar
F.v. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar, Luka Kostic þjálfari, Jónas Þórhallsson varaformaður og Ingvar Guðjónsson framkvæmdastjóri, eftir undirskriftina síðasta laugardag.
F.v. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar, Luka Kostic þjálfari, Jónas Þórhallsson varaformaður og Ingvar Guðjónsson framkvæmdastjóri, eftir undirskriftina síðasta laugardag. Mynd/Grindavík

Luka Kostic þjálfar Grindavík næstu tvö árin en skrifað var undir samning skömmu fyrir lokahóf knattspyrnudeildar félagsins á laugardagskvöldið.

Luka Kostic tók við Grindavíkurliðinu eftir þrjár umferðir í sumar þegar liðið lá á botninum án stiga. Grindavík tókst að halda sæti sínu í deildinni og varð í 9. sæti.

„Samningurinn við Luka Kostic gildir út árið 2011. Þegar hann tók við Grindavík í sumar var gerður þriggja ára rammasamningur með uppsagnarákvæði í haust. Báðir aðilar voru sammála um að halda samstarfinu áfram og skrifa undir nýjan samning enda samstarfið gengið vel. Nú er verið að skoða leikmannamál Grindavíkur og verða nokkrar breytingar á liðinu sem miða að því að Grindavík ætlar sér stærri hluti á komandi árum," segir í fréttatilkynningu frá Grindvíkingum.

Á lokahófi knattspyrnudeildar var Gilles Mbang Ondo valinn besti leikmaður Grindavíkur á nýliðinni leiktíð og Jósef Kristinn Jósefsson efnilegastur.

Hjá GRV var Ása Dögg Aðalsteinsdóttir kjörin besti leikmaðurinn og Dagmar Þráinsdóttir efnilegust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×