Segja fáránlegt að skera niður sjúkraflutninga 20. janúar 2009 05:00 Byggðalögin á Þórshöfn og Bakkafirði tilheyra sveitarfélaginu Langanesbyggð sem nær yfir 1.332 ferkílómetra. MYND/Fréttablaðið/gva „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira