Segja fáránlegt að skera niður sjúkraflutninga 20. janúar 2009 05:00 Byggðalögin á Þórshöfn og Bakkafirði tilheyra sveitarfélaginu Langanesbyggð sem nær yfir 1.332 ferkílómetra. MYND/Fréttablaðið/gva „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira