Segja fáránlegt að skera niður sjúkraflutninga 20. janúar 2009 05:00 Byggðalögin á Þórshöfn og Bakkafirði tilheyra sveitarfélaginu Langanesbyggð sem nær yfir 1.332 ferkílómetra. MYND/Fréttablaðið/gva „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira