Formaður afmælisnefndar: Gunnar Birgisson ber siðferðislega ábyrgð Valur Grettisson skrifar 10. júní 2009 11:34 Hansína Ásta Björgvinsdóttir man ekki eftir því að nefndin hafi stoppað afmælisritið. „Við tókum áreiðanlega ekki ákvörðun um að stoppa þetta rit. Ég myndi sennilega muna það ef svo væri," segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir sem gegndi formennsku afmælisnefndar Kópavogsbæjar þegar Frjáls miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar núverandi bæjarstjóra, fékk greiddar um þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. Framsóknarkonan Hansína Ásta tók við embætti bæjarstjóra Kópavogs eftir að Sigurður Geirdal lést. Hún var þá bæjarstjóri í um hálft ár þangað til Gunnar Birgisson tók við embætti bæjarstjóra sumarið 2005. Á meðan Hansína var bæjarstjóri var hún einnig formaður afmælisnefndar Kópavogs. Á þeim tíma sem hún var formaður greiddi bærinn fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar rúmlega þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. Í fréttum ríkissjónvarpsins í gær sagðist Gunnar hafa sent Hansínu bréf og óskað eftir skýringum á málinu. „Hann sendi mér bréf um síðustu mánaðarmót en ég hef ekki sinnt því," sagði Hansína en henni fannst ekki liggja á því að svara bréfinu fyrr en skýrslan lægi fyrir. Nú hefur hún óskað eftir fundargerðum afmælisnefndar sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna á vefsíðu bæjarins eins og aðrar fundargerðir. Spurð hvað honum gangi til með bréfinu svarar Hansína: „Ég veit ekki hvað hann er að gera karlanginn. Ætli hann sé ekki bara að flækja málin." Hansína segir að það hafi sennilega ekki verið nefndin sem hætti við að gefa út afmælisritið. Hún myndi þá muna eftir því. Í svartri skýrslu Deloiette kemur fram að fimm reikningar bárust vegna afmælisritsins. Það var Björn Þorsteinsson sem skrifaði undir alla reikningana. Síðasta greiðslan var 19. október 2005. Þá var Gunnar búinn að taka við sem bæjarstjóri og þar með nefndinni sé tekið mið af því að bæjarstjórar gegndu alltaf formennsku í henni. Spurð hvort hún muni eftir fyrirtæki dóttur Gunnars segist hún gera það. Minnihlutinn hafi spurt mikið um fyrirtækið í tengslum við ársskýrslu bæjarins sem var send í öll hús. Hún segist ekki muna eftir því að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir afmælisnefndina á meðan hún gegndi formennsku. Aðspurð hvort henni finnist eins og Gunnar sé að varpa ábyrgðinni á hana svarar Hansína: „Það bera allir ábyrgð í svona málum, en ábyrgðin er siðferðislega hjá honum." Hún áréttar þó að hún hafi ekki farið yfir öll gögn sem varða málið. Því geti hún ekki tjáð sig almennilega um málið. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
„Við tókum áreiðanlega ekki ákvörðun um að stoppa þetta rit. Ég myndi sennilega muna það ef svo væri," segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir sem gegndi formennsku afmælisnefndar Kópavogsbæjar þegar Frjáls miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar núverandi bæjarstjóra, fékk greiddar um þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. Framsóknarkonan Hansína Ásta tók við embætti bæjarstjóra Kópavogs eftir að Sigurður Geirdal lést. Hún var þá bæjarstjóri í um hálft ár þangað til Gunnar Birgisson tók við embætti bæjarstjóra sumarið 2005. Á meðan Hansína var bæjarstjóri var hún einnig formaður afmælisnefndar Kópavogs. Á þeim tíma sem hún var formaður greiddi bærinn fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar rúmlega þrjár milljónir fyrir afmælisrit sem aldrei kom út. Í fréttum ríkissjónvarpsins í gær sagðist Gunnar hafa sent Hansínu bréf og óskað eftir skýringum á málinu. „Hann sendi mér bréf um síðustu mánaðarmót en ég hef ekki sinnt því," sagði Hansína en henni fannst ekki liggja á því að svara bréfinu fyrr en skýrslan lægi fyrir. Nú hefur hún óskað eftir fundargerðum afmælisnefndar sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna á vefsíðu bæjarins eins og aðrar fundargerðir. Spurð hvað honum gangi til með bréfinu svarar Hansína: „Ég veit ekki hvað hann er að gera karlanginn. Ætli hann sé ekki bara að flækja málin." Hansína segir að það hafi sennilega ekki verið nefndin sem hætti við að gefa út afmælisritið. Hún myndi þá muna eftir því. Í svartri skýrslu Deloiette kemur fram að fimm reikningar bárust vegna afmælisritsins. Það var Björn Þorsteinsson sem skrifaði undir alla reikningana. Síðasta greiðslan var 19. október 2005. Þá var Gunnar búinn að taka við sem bæjarstjóri og þar með nefndinni sé tekið mið af því að bæjarstjórar gegndu alltaf formennsku í henni. Spurð hvort hún muni eftir fyrirtæki dóttur Gunnars segist hún gera það. Minnihlutinn hafi spurt mikið um fyrirtækið í tengslum við ársskýrslu bæjarins sem var send í öll hús. Hún segist ekki muna eftir því að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir afmælisnefndina á meðan hún gegndi formennsku. Aðspurð hvort henni finnist eins og Gunnar sé að varpa ábyrgðinni á hana svarar Hansína: „Það bera allir ábyrgð í svona málum, en ábyrgðin er siðferðislega hjá honum." Hún áréttar þó að hún hafi ekki farið yfir öll gögn sem varða málið. Því geti hún ekki tjáð sig almennilega um málið.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira