Innlent

Dóttir Gunnars fékk nær mánaðarlega greitt í níu ár

Valur Grettisson skrifar
Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs.

Frjáls Miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs, hefur fengið greitt nær mánaðalega misháar upphæðir frá Kópavogsbæ á níu ára tímabili. Alls fær fyrirtækið ekki greitt í sjö mánuð af 112 mánuðum. Þetta kemur fram á tölfræðivefnum Tíðarandinn.is.

Tíðarandinn er með bókhaldsgögn sem ná til ársins 2000 en í skýrslu Deloitte er eingöngu tekið fyrir tímabilið 2003 til 2008. Heildarupphæðin sem Kópavogsbær greiddi Frjálsi miðlun á níu ára tímabili voru rúm 51 milljón króna.

Á 112 mánaða tímabili sem Frjáls miðlun átti í viðskiptum við bæinn þá fékk fyrirtækið greitt í 105 mánuði. Frá árinu 2003 til 2008 greiddi bærinn fyrirtækinu 39 milljónir.

Ef litið er á upphæðirnar og hvernig þær skiptast þá má sjá að Frjáls miðlun fékk alls fimm sinnum greitt yfir eina milljón króna á tímabilinu 2005 til 2008. Lægsta greiðslan sem þeir fengu greidda voru rétt tæpar 25 þúsund krónur.

Þá má finna að meðalgreiðslur almanaksmánaða til Frjálsrar miðlunar voru 460 þúsund krónur á mánuði. Hæsta upphæðin voru 700 þúsund krónur sú lægsta voru 343 þúsund krónur.

Meðal þess sem greitt var fyrir var afmælisrit sem kostaði rúmar þrjár milljónir. Það kom þó aldrei út. Formaður nefndarinnar var þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, en hún gegndi formennsku nefndarinnar þangað til í desember 2005.

Aðeins tvisvar er minnst á afmælisritið í fundargerðum en það er árið 2004. Þá var Sigurður Geirdal heitinn, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, formaður nefndarinnar. Björn Þorsteinsson var þá sviðstjóri tómstundar- og menningasviðs en hann kvittaði undir reikningana.

Hann sagðist ekkert vita um málið þegar haft var samband við hann né hafði Gunnar óskað eftir upplýsingum frá honum líkt og hann hefur gert hjá öðrum sviðstjórum og Hansínu sjálfri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×