Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Náðum ekki að opna þá

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Mynd/Anton
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við vinnuframlag sinna manna en fannst hugmyndaauðgi á hættusvæðinu vanta í tapinu gegn Val í kvöld.

"Seinni hálfleikur var spilalega fínn upp að markinu en þar vorum við ekki nógu hugmyndaríkir. Við reyndum of flókna hluti í þeirri stöðu."

"Fyrsta korterið var erfitt og við fundum ekki þær lausnir sem við hefðum viljað sjá. Þegar menn fóru að senda boltann lengra inn fyrir eða styttra í lappir á mönnum, það gekk betur. Það segir sig sjálft að boltar í uppi í hausinn á Reyni, Atla, Mete og Bjarna Ólafi er ekki vænlegt fyrir menn sem eru 1 og 60 og eitthvað á hæð."

"Þeir vörðust vel og við þurftum að ná að opna þá en það tókst ekki í kvöld. Það var mikil barátta í mínu liði en það dugði ekki til," sagði Ólafur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×