Erlent

Tala látinna komin í 207

Óli Tynes skrifar
MYND/AP

Enn eru að finnast lík í húsarústum á Ítalíu og eru þau nú orðin yfir 200 talsins. Það er einnig búið að bjarga tugum manna og leit heldur áfram. Snarpur eftirskjálfti reið yfir í dag.

Nokkrum ungmennum var bjargað úr rústum stúdentagarðs í bænum L´Aquila á Ítalíu í dag, sólarhring eftir að hann hrundi ásamt hundruðum annarra húsa i jarðskjálftanum í fyrrinótt.

Upp undir eitthundrað manns hefur verið bjargað úr á þessum tíma og björgunarsveitir eru í kapphlaupi við tímann að finna fleiri.

Þegar er búið að finna 207 lík í húsarústum og búist við að þau verði mun fleiri. L´Aquila sem er sextíu og áttaþúsund manna bær varð hvað verst úti í jarðskjálftanum en björgunarsveitir eru líka að störfum í smábæjum í grendinni þar sem einnig hrundu hús.

Alls er talið að milli 10 og fimmtán þúsund hús hafi hrunið eða skemmst verulega. Öflugur eftirskjálfti gekk í morgun yfir svæðið og fannst hann alla leið til Rómar sem er í um 100 kílómetra fjarlægð. Ekki liggur enn fyrir hvort hann olli frekara tjóni.




Tengdar fréttir

Öflugur eftirskjálfti á Ítalíu

Öflugur eftirskjálfti reið yfir fyrir stundu á ítalíu á sama svæði og varð illa úti í öflugum jarðskjálfta í fyrrinótt þar sem 180 manns létust. Eftirskjálftans varð vart í höfuðborginni Róm sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.

Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180

Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti.

Knattspyrnufélögin leggja fram aðstoð sína

Einnar mínútu þögn verður fyrir alla leiki í næstu umferð í ítalska boltanum til minningar um fórnarlömb jarðskjálftans mikla í L´Aquila sem hefur kostað um 180 manns lífið.

Allir vilja hjálpa

„Ég heyri í þyrlunum, björgunarsveitir héðan eru að leggja af stað til að hjálpa til á jarðskjálftasvæðinu,“ segir Fífa Larsen í samtali við Fréttablaðið. Fífa, sem búsett er í héraðinu Friuli í norðausturhluta Ítalíu, segir fólk ekki tala um annað en jarðskjálftann og fylgjast grannt með tíðindum. „Hér í Friuli vilja allir hjálpa til því fólki er enn í fersku minni hjálpsemi fólks eftir mjög harðan og mannskæðan jarðskjálfta sem hér varð á áttunda áratugnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×