Innlent

Forseti ESB útnefndur í næstu viku

Forseti Evrópusambandsins verður kosinn á fimmtudaginn í næstu viku, þann 19. nóvember að því er breska blaðið Financial Times hefur eftir Frederik Reinfreldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Kjörið fer fram á sérstökum aukafundi á meðal leiðtoga ríkja innan ESB og þykir líklegt að Herman van Rompuy forsætisráðherra Belga verði fyrir valinu.

Áður var Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta talinn líklegastur í starfið en líkurnar á því hafa minnkað mikið á síðustu vikum. Gordon Brown núverandi forsætisráðherra Breta hefur þó ítrekað stuðning sinn við Blair og telja sumir stjórnmálaskýrendur hann enn koma til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×