Erlent

Slys á knattspyrnuleikvangi á Fílabeinsströndinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einn hinna slösuðu borinn af vettvangi.
Einn hinna slösuðu borinn af vettvangi. MYND/AFP/Getty Images

Á þriðja tug áhorfenda lést í troðningi á knattspyrnuleikvangi í borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni í Afríku í gærkvöldi. Tugþúsundir fylgdust þar með leik heimamanna gegn Malaví. Veggur við áhorfendapall hrundi vegna troðnings á pallinum og slösuðust 130 manns, auk þeirra sem létust, þegar áhorfendur forðuðu sér skelfingu lostnir af áhorfendapallinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×