Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fjölnir fallið í fyrstu deild

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vonbrigðin leyndu sér ekki í Laugardalnum í  kvöld.
Vonbrigðin leyndu sér ekki í Laugardalnum í kvöld. Mynd/Stefán

Fjölnir er fallið úr Pepsí deild karla eftir, 3-1, ósigur gegn Fram á Laugardalsvelli í kvöld.

Fjölnismenn virtust ekki tilbúnir í hið miklar verkefni sem fylgdi því að þurfa að sigra þrjá síðustu leiki sína í deildinni og veittu Fram litla mótspyrnu í fyrri hálfleik og máttu þakka fyrir að vera aðeins 2-0 undir. Framarar áttu í litlum vandræðum og léku mjög vel enda var mótspyrnan lítil.

Fjölnismenn voru mun ákveðnari í síðari hálfleik og sköpuðu sér nokkur færi áður en Gunnar Már minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 61. mínútu.

Framarar fengu sín færi úr skyndisóknum en þau voru mun færri en í fyrri hálfleik.

Fjölnismenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin og fengu til þess hálffæri en heppnin var ekki með þeim. Fram gerði út um vonir Fjölnis fimm mínútum fyrir leikslok með síðasta marki leiksins og verður það því hlutskipti Fjölnis að yfirgefa deildina með Þrótti þetta tímabilið.

Fram styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og virðist ætla að enda tímabilið af mikilli prýði en enn eru tvær umferðir óleiknar og því ekkert í hendi enn.

Fram-Fjölnir 3-1

1-0 Paul McShane ´19

2-0 Joseph Tillen ´30

2-1 Gunnar Már Guðmundsson (víti) ´61

3-1 Jón Guðni Fjóluson ´85

Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 602

Dómari: Magnús Þórisson 5

Skot (á mark): 17-4 (7-2)

Varið: Hannes 2 - Þórður 4

Aukaspyrnur: 8-9

Horn: 6-8

Rangstöður: 1-1

Fram 4-5-1:

Hannes Þór Halldórsson 6

Daði Guðmundsson 6

(46. Heiðar Geir Júlíusson 5)

Kristján Hauksson 6

Jón Guðni Fjóluson 8

Jón Orri Ólafsson 7

Almarr Ormarsson 6

Ingvar Þór Ólason 5

*Paul McShane 8 - Maður leiksins

Halldór Hermann Jónsson 6

(50. Hlynur Atli Magnússon 4)

Joseph Tillen 7

(81. Guðmundur Magnússon -)

Hjálmar Þórarinsson 6

Fjölnir 4-5-1:

Þórður Ingason 5

Magnús Ingi Einarsson 5

Ásgeir Aron Ásgeirsson 4

Gunnar Valur Gunnarsson 5

(74. Aron Jóhannsson -)

Marinko Skaricic 4

(46. Ólafur Páll Johnson 5)

Illugi Þór Gunnarsson 5

Heimir Snær Guðmundsson 4

(46. Kristinn Freyr Sigurðsson 6)

Andri Steinn Birgisson 6

Gunnar Már Guðmundsson 6

Tómas Leifsson 7

Jónas Grani Garðarsson 5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×