Deilt innan flokka um Reykjavíkurvöll 27. nóvember 2009 03:00 Birkir Jón Jónsson Samfylkingin talar tungum tveim um málefni Reykjavíkurflugvallar, því samgönguráðherra segir eitt en fulltrúi flokksins í samgöngunefnd annað. Svo mælti framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði völlinn gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggð sem og höfuðborg. Því vildi hann vita hvort Samfylking gengi hér í takt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrnefndur fulltrúi Samfylkingar í samgöngunefnd og eitt sinn borgarstjóri, svaraði Birki með því að skiptar skoðanir væru um málið innan allra flokka. Bæði innan Samfylkingar og Framsóknar. Framsókn í borginni segði að völlurinn skyldi hverfa, en á landsvísu að hann ætti að vera. Birkir Jón sagði þá að Framsókn vildi völlinn á sínum stað. Jón Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki kvaddi sér hljóðs seinna í þessum ræðum um störf þings og sagðist vilja hafa völlinn um kyrrt. Sú væri skýr stefna Sjálfstæðisflokksins, þótt aðrar skoðanir væru í borgarstjórnarflokki hans. Svo væri oft í stórum flokkum. Jón viðraði áhyggjur sínar af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og lagði til að flugstöð yrði endurbyggð en samgöngumiðstöð sett í jaðarbyggðir eða við stofnbrautir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og áður borgarfulltrúi, kvað þá Jón Gunnarsson hafa staðfest að skiptar skoðanir væru innan Sjálfstæðisflokks um borgarskipulag. „Það er ekki samhljómur á milli okkar hvað hin ýmsu mál varðar, það er algjörlega deginum ljósara, þannig að ég ætla ekki að eyða tíma mínum hér í að fara yfir það," sagði Guðlaugur í léttum dúr.- kóþ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jón Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Samfylkingin talar tungum tveim um málefni Reykjavíkurflugvallar, því samgönguráðherra segir eitt en fulltrúi flokksins í samgöngunefnd annað. Svo mælti framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði völlinn gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggð sem og höfuðborg. Því vildi hann vita hvort Samfylking gengi hér í takt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrnefndur fulltrúi Samfylkingar í samgöngunefnd og eitt sinn borgarstjóri, svaraði Birki með því að skiptar skoðanir væru um málið innan allra flokka. Bæði innan Samfylkingar og Framsóknar. Framsókn í borginni segði að völlurinn skyldi hverfa, en á landsvísu að hann ætti að vera. Birkir Jón sagði þá að Framsókn vildi völlinn á sínum stað. Jón Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki kvaddi sér hljóðs seinna í þessum ræðum um störf þings og sagðist vilja hafa völlinn um kyrrt. Sú væri skýr stefna Sjálfstæðisflokksins, þótt aðrar skoðanir væru í borgarstjórnarflokki hans. Svo væri oft í stórum flokkum. Jón viðraði áhyggjur sínar af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og lagði til að flugstöð yrði endurbyggð en samgöngumiðstöð sett í jaðarbyggðir eða við stofnbrautir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og áður borgarfulltrúi, kvað þá Jón Gunnarsson hafa staðfest að skiptar skoðanir væru innan Sjálfstæðisflokks um borgarskipulag. „Það er ekki samhljómur á milli okkar hvað hin ýmsu mál varðar, það er algjörlega deginum ljósara, þannig að ég ætla ekki að eyða tíma mínum hér í að fara yfir það," sagði Guðlaugur í léttum dúr.- kóþ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jón Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira