Erlent

Bretar undirbúa G20

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Lundúnum býr sig nú í óða önn undir mótmæli allt að 120 mismunandi hópa meðan á G20-ráðstefnunni svokölluðu stendur en hún hefst á morgun og koma þar saman fulltrúar stærstu iðnvelda heimsins. Er því spáð að Englandsbanki verði einna helst fyrir barðinu á mótmælendum en þungamiðja mótmælanna mun að líkindum snúast um atvinnumál, dreifingu auðs og umhverfismál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×